Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 19:59 Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira