Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 19:59 Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira