Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 20:00 Það hefur verið blautt í sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands. Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00
Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58