Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 20:00 Það hefur verið blautt í sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands. Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00
Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58