Innlent

Blaut helgi framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hver hefði trúað því að myndi rigna um helgina?
Hver hefði trúað því að myndi rigna um helgina? Vísir/vilhelm

Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. Veðurstofan boðar vætusamt veður næstu daga, einkum vestantil á landinu, en austast eru líkur á síðdegisskúrum - að minnsta kosti á morgun, laugardag.

Það mun hins vegar lægja og létta smám saman til í dag á austanverðu landinu og má víða búast við bjartviðri fram eftir kvöldi. Sömu sögu er þó ekki að segja sunnan- og vestantil, en þar þykknar upp fyrir hádegi og fer að rigna síðdegis eða í kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.

Þá hefur útlitið fyrir næstu viku lítið breyst, áfram má gera ráð fyrir suðvestanátt með skúrum á vestanverðu landinu á mánudag og þriðjudag en bjartviðri og hlýindum austantil.

Veðurstofan segir að skýringarnar sé að finna í þrálátum hæðum yfir Skandinavíu og Bretlandeyjum, sem eigi sinn þátt í þessu veðurlagi. Að sama skapi hafa háloftastraumarnir verið okkur óhagstæðir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðlæg átt 3-8 og skýjað með köflum og skúrir en léttskýjað og úrkomulítið á Austfjörðum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. 

Á sunnudag:
Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri. 

Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestanátt, víða 5-13 m/s. Skýjað og 
skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 17 stig. Svalast á annesjum vestanlandsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.