Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins: Lærði skyndihjálp eftir björgunina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:00 Hilmir Elísson var útnefndur skyndihjálarmaður ársins á 112 deginum Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira