Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:10 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Hún er einnig fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég tel nauðsynlegt að Ísland aflétti nú þegar þeim ferðatakmörkunum sem við komum á fyrir ekki svo löngu síðan.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Sigríður telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. Þetta kom fram í máli hennar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Ameríkuumferðin mikilvæg Ferðatakmarkanir hér á landi hafa verið í gildi um nokkurt skeið vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi fyrirkomulag kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Fyrstu takmarkanirnar sem Íslendingar fundu fyrir var lokun Bandaríkjanna, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um í mars. Evrópusambandið fylgdi svo í kjölfarið með víðtækar takmarkanir og lokanir á landamærum aðildarríkja sinna, sem og ríkja innan Schengen-svæðisins. „Og ég hef aldrei stutt þá aðgerð og tel að það sé ekki heppilegt fyrirkomulag og henti okkur á Íslandi ekki, að loka ytri landamærunum,“ sagði Sigríður í Bítínu í gærmorgun. „Hún er mikilvæg fyrir okkur, umferð frá Bandaríkjunum eða Ameríku, það eru Bandaríkin, Kanada og Bretland, það eru þau lönd sem eru utan Schengen. Það varðar þessi ríki. Þannig að borgarar þessara ríkja geta ekki komi á meðan ytri landamærin eru svona lokuð. Og ég held að þarna hafi ekki verið gætt meðalhófs hérna á Íslandi.“ Lokanirnar valdi gríðarlegri lægð Sigríður sagði jafnframt mikilvægt að hafa það ætíð í huga hvort hægt væri að grípa til annarra aðgerða, sem geti haft sambærilegan tilgang en séu ekki jafn íþyngjandi. „Auðvitað hefur þetta kannski ekki praktíska þýðingu síðustu daga eða síðustu vikur. En þetta mun fljótlega hafa praktíska þýðingu að geta gefið út þau skilaboð að hér séu landamæri opin þó að þeir ferðamenn sem komi hingað þurfi að hlíta, að sjálfsögðu, sömu reglum og við Íslendingar. Eins og að vera með smitrakningarappið, það er að segja tilmæli um það, að hegða sér með þeim hætti sem við gefum hér út,“ sagði Sigríður. „Þannig að ég tel að þetta þurfi að endurskoða. Og núna 15. maí rennur úr gildi þessi tímabundna ákvörðun Schengen-ríkjanna um það að ytri landamæri skuli lokuð. Ég hef grun um að menn ætli bara að framlengja því en þá tel ég að Ísland eigi að koma með nýja nálgun í þetta. […] Afleiðingin af þessum lokunum landamæra eru að verða alveg gríðarlegar og valda gríðarlegri efnahagslegri, djúpri lægð sem mun hafa áhrif á lýðheilsu og heilsu manna í Evrópu um langa framtíð.“ Þess ber að geta að Sigríður var gestur Bítisins áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi haldi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Nú í hádeginu var svo tilkynnt að ríkisstjórnin hyggist boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Frekari upplýsinga er að vænta innan tíðar og verður þá nánar greint frá þeim en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í Bítínu í spilaranum hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Ég tel nauðsynlegt að Ísland aflétti nú þegar þeim ferðatakmörkunum sem við komum á fyrir ekki svo löngu síðan.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Sigríður telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. Þetta kom fram í máli hennar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Ameríkuumferðin mikilvæg Ferðatakmarkanir hér á landi hafa verið í gildi um nokkurt skeið vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi fyrirkomulag kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Fyrstu takmarkanirnar sem Íslendingar fundu fyrir var lokun Bandaríkjanna, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um í mars. Evrópusambandið fylgdi svo í kjölfarið með víðtækar takmarkanir og lokanir á landamærum aðildarríkja sinna, sem og ríkja innan Schengen-svæðisins. „Og ég hef aldrei stutt þá aðgerð og tel að það sé ekki heppilegt fyrirkomulag og henti okkur á Íslandi ekki, að loka ytri landamærunum,“ sagði Sigríður í Bítínu í gærmorgun. „Hún er mikilvæg fyrir okkur, umferð frá Bandaríkjunum eða Ameríku, það eru Bandaríkin, Kanada og Bretland, það eru þau lönd sem eru utan Schengen. Það varðar þessi ríki. Þannig að borgarar þessara ríkja geta ekki komi á meðan ytri landamærin eru svona lokuð. Og ég held að þarna hafi ekki verið gætt meðalhófs hérna á Íslandi.“ Lokanirnar valdi gríðarlegri lægð Sigríður sagði jafnframt mikilvægt að hafa það ætíð í huga hvort hægt væri að grípa til annarra aðgerða, sem geti haft sambærilegan tilgang en séu ekki jafn íþyngjandi. „Auðvitað hefur þetta kannski ekki praktíska þýðingu síðustu daga eða síðustu vikur. En þetta mun fljótlega hafa praktíska þýðingu að geta gefið út þau skilaboð að hér séu landamæri opin þó að þeir ferðamenn sem komi hingað þurfi að hlíta, að sjálfsögðu, sömu reglum og við Íslendingar. Eins og að vera með smitrakningarappið, það er að segja tilmæli um það, að hegða sér með þeim hætti sem við gefum hér út,“ sagði Sigríður. „Þannig að ég tel að þetta þurfi að endurskoða. Og núna 15. maí rennur úr gildi þessi tímabundna ákvörðun Schengen-ríkjanna um það að ytri landamæri skuli lokuð. Ég hef grun um að menn ætli bara að framlengja því en þá tel ég að Ísland eigi að koma með nýja nálgun í þetta. […] Afleiðingin af þessum lokunum landamæra eru að verða alveg gríðarlegar og valda gríðarlegri efnahagslegri, djúpri lægð sem mun hafa áhrif á lýðheilsu og heilsu manna í Evrópu um langa framtíð.“ Þess ber að geta að Sigríður var gestur Bítisins áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi haldi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Nú í hádeginu var svo tilkynnt að ríkisstjórnin hyggist boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Frekari upplýsinga er að vænta innan tíðar og verður þá nánar greint frá þeim en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í Bítínu í spilaranum hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49
Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28