Fótbolti

Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario Balotelli í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool.
Mario Balotelli í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Vísir/Getty

Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu.

Lambert gekk í raðir Liverpool árið 2014 frá Southampton þar sem hann hafði raðað inn mörkum en tímabilið áður hafði Liverpool lent í 2. sæti.

Það gekk hins vegar allt á afturfótunum tímabilið á eftir en Livrepool endaði þá í 6. sæti deildarinnar eftir að Luis Suarez yfirgaf félagið.

„Brendan Rodgers keypti Mario Balotelli og valdi hann frekar en mig. Ég gat ekki skilð þetta,“ sagði Lambert sem var einungis eitt ár hjá Bítlaborgarliðinu.

„Hvernig hann æfði var skammarlegt. Hann smitar út frá sér fyrir utan völlinn og er góður drengur en hvernig hann æfir er ekki gott.“

„Ég skildi ekki hvernig Rodgers leyfði honum að komast upp með þetta og valdi hann frekar en mig. Þetta hafði bein áhrif en einnig neikvæð áhrif á liðið.“

Balotelli var svo seldur frá félaginu af Jurgen Klopp til Nice árið 2016 en ári áður hafði Lambert farið til WBA. Þeir höfðu reynt að selja Lambert rétt eftir komuna.

„Mjög snemma reyndi Rodgers að losna við mig til Crystal Palace þar sem Pardew var svo ég vissi að ég yrði ekki fyrsta val. Ég sagði nei strax. Afhverju ætti ég að fara frá félagi eins og Southampton til þess að koma til Liverpool og fara nokkrum vikum seinna til Palace?“ sagði Lambert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×