Erlent

Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Ronaldinho var umkringdu fjölmiðlafólki þegar hann mætti á skrifstofu saksóknara í Asunción í morgun.
Ronaldinho var umkringdu fjölmiðlafólki þegar hann mætti á skrifstofu saksóknara í Asunción í morgun. AP/Jorge Saenz

Lögreglan í Paragvæ stöðvaði brasilíska fyrrverandi knattspyrnumanninn Ronaldinho fyrir að koma inn í landið á fölsuðu vegabréfi í gær. Ronaldinho var ekki handtekinn en hann og bróðir hans eru sagðir til rannsóknar.

Ronaldinho ferðaðist til Paragvæ ásamt bróður sínum vegna góðgerðaviðburðar þar í landi. Brasilísk yfirvöld sviptu hann vegabréfi sínu vegna vangoldinna skatta í júlí í fyrra. Bræðurnir eru sagðir neita allri sök og vera samvinnuþýðir við yfirvöld.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglumenn hafi leitað á hóteli í Asunción, höfuðborg Paragvæ, þar sem bræðurnir gistu. Ronaldinho er sagður hafa framvísað fölsuðu paragvæsku vegabréfi við komuna til landsins.

„Ég virði vinsældir hans í íþróttaheiminum en það verður einnig að bera virðingu fyrir lögunum. Lögin gilda, óháð því hver þú ert,“ segir Euclides Acevedo, innanríkisráðherra Paragvæ um mál Ronaldinho.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×