Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2011 17:33 Kolbeinn Sigþórsson. Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira