34 smitaðir á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2020 11:35 Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi. 34 hér á landi eru nú smitaðir af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hann segir að nýju smitin tengist líkt og þau fyrri ferðum Íslendinga til svæða í Austurríki og Ítalíu. Ekki leiki grunur á að fólk hafi smitast eftir að til Íslands var komið, smitin hafi verið borin hingað frá fyrrnefndum svæðum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar að hin smituðu séu öll heima hjá sér. Einhver þeirra séu orðin veik en þó ekki þannig að tilefni hafi talist til að leggja þau inn á sjúkrahús. Hann segir jafnframt að meðfram útbreiðslu kórónuveirunnar hafi verið fjölgað á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem sér um greiningu sýna. Deildin geti nú afgreitt næstum 100 sýni á dag og það skýri að hluta hversu hversu hratt staðfestum smittilfellum hefur fjölgað síðustu daga. Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki bættist í morgun í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi. 34 hér á landi eru nú smitaðir af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hann segir að nýju smitin tengist líkt og þau fyrri ferðum Íslendinga til svæða í Austurríki og Ítalíu. Ekki leiki grunur á að fólk hafi smitast eftir að til Íslands var komið, smitin hafi verið borin hingað frá fyrrnefndum svæðum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar að hin smituðu séu öll heima hjá sér. Einhver þeirra séu orðin veik en þó ekki þannig að tilefni hafi talist til að leggja þau inn á sjúkrahús. Hann segir jafnframt að meðfram útbreiðslu kórónuveirunnar hafi verið fjölgað á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem sér um greiningu sýna. Deildin geti nú afgreitt næstum 100 sýni á dag og það skýri að hluta hversu hversu hratt staðfestum smittilfellum hefur fjölgað síðustu daga. Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki bættist í morgun í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14