Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Markasyrpa með Robin van Persie

Robin van Persie framherji Arsenal skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í 3-0 sigri liðsins gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni s.l. laugardag.

Hollenski landsliðsmaðurinn er 17. leikmaðurinn í sögu Arsenal sem nær þessum áfanga. Í myndbandinu má sjá brot af þeim mörkum sem van Persie hefur

skorað fyrir Arsenal en hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn Bolton.

Robin van Persie er 28 ára gamall en hann kom frá Feyenoord í Hollandi

árið 2004 til enska liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×