Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 16:49 Laugardalslaug hefur verið lokuð almenningi síðan 23. mars. Börn hófu þó skólasund í vikunni og afreksíþróttafólk er byrjað að æfa. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira