Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 16:49 Laugardalslaug hefur verið lokuð almenningi síðan 23. mars. Börn hófu þó skólasund í vikunni og afreksíþróttafólk er byrjað að æfa. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira