Erlent

Tveir jarðskjálftar í Chile

Nokkrar skemmdir urðu á mannvirkjum í skjálftanum í gær.
Nokkrar skemmdir urðu á mannvirkjum í skjálftanum í gær. MYND/AFP

Tveir jarðskjálftar skóku norðurhluta Chile í dag. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða um tjón á mannvirkjum.

Sá fyrri mældist 6,8 á Richter en sá síðari 6,2 á Richter. Í gær fórust tveir og að minnsta kosti 100 slösuðust þegar skjálfti upp á 7,7 Richter reið yfir norðurhluta Chile. Um tveimur tímum síðar reið annar skjálfti yfir svæðið en sá mældist 5,7 á Richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×