Segir tillögur ríma við stefnuna Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Vísir/Sigtryggur Ari Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira