Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 12:08 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42
Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45