Fótbolti

Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Noregs en undir stjórn hans og Heimis Hallgrímssonar komst Ísland á EM 2016 og í 22. sæti heimslista FIFA.

Þegar Lars tók við íslenska landsliðinu var það í gríðarlegri lægð eins og það norska núna. Noregur er í 84. sæti heimslistans, næst neðst Norðurlandaþjóðanna, og þá er það í vondum málum í undankeppni HM 2018.

„Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það. Þetta snýst um að fá leikmennina til að trúa á það sem ég vil gera,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi norska landsliðsins í dag.

„Það er mjög spennandi að taka við norska landsliðinu. Liðið er í erfiðri stöðu í undankeppninni en það er séns á að ná öðru sætinu og komast í umspil,“ sagði Lars sem var spurður hvort hann ætlaði ekki að hætta.

„Ég lokaði aldrei neinum dyrum,“ sagði Lars Lagerbäck sem hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.

Myndband frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×