Óli Björn: „Við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fasista“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Myndin er samsett Vísir/Getty/Ernir/Daníel Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“ Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent