Innlent

Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps

Ásgeir Erlendsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson og Donald Trump.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Donald Trump.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. Ísland mun hvetja bandarísk stjórnvöld til að breyta ákvörðuninni sem hefur vakið hörð viðbröð víða um heim.

„Við hörmum þessa ákvörðun og við höfum gert það frá því að við fengum upplýsingar um það. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt áleiðis til bandarískra stjórnvalda. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið sé að berjast gegn hryðjuverkum þá er augljóst að mismunun með þessum hætti mun ekki hjálpa í þeirri baráttu. “

Hann segir mikilvægt að brugðist verði við.

„Við munum gera hvað við getum til að hvetja bandarísk stjórnvöld til að breyta þessari ákvörðun og erum þar í flokki með norðurlandaþjóðunum og einnig flestum ef ekki öllum Evrópuþjóðum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×