Öllum verða tryggð laun í sóttkví Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðilar vinnumarkaðsins og stjónvöld muni tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví haldi launum sínum. stöð 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08