Fótbolti

Van Persie feðgarnir með magnaðan fótboltadans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie með syni sínum á HM í Brasilíu sumarið 2014.
Robin van Persie með syni sínum á HM í Brasilíu sumarið 2014. EPA/KOEN VAN WEEL

Robin van Persie var frábær fótboltamaður og það lítur út fyrir að strákurinn hans hafi erft hæfileika pabba síns. Sumir myndu jafnvel segja að þeir væru nánast eins.

Robin van Persie og þrettán ára sonur hans Shaqueel tóku saman upp magnaðan myndband þar sem þeir sýna samhæfða takta með boltann.

Feðgarnir sýna ekki bara frábær tilþrif með boltann heldur gera þeir það alveg í takt og heldur strákurinn alveg við föður sinn í því.

Robin van Persie er enn bara 36 ára gamall og því enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tæpu ári síðan.

Robin van Persie byrjaði og endaði fótboltaferil sinn með Feyenoord í heimalandinu en er þekktastur fyrir árin ellefu sem hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni með stórliðum Arsenal og Manchester United.

Van Persie skoraði 96 mörk í 194 deildarleikjum með Arsenal og 48 mörk í 86 deildarleikjum með Manchester United.

Hann skoraði 30 mörk í 38 leikjum með Arsenal 2011-12 og 26 mörk í 38 leikjum með Manchester United tímabilið á eftir. Van Persie vann gullskóinn bæði tímabilin og var kosinn leikmaður árisns 2011-12.

Hér fyrir neðan má sjá fótboltadans feðganna af Instagram síðu Robin van Persie en þeir höfðu nýtt tímann heima til að æfa sig.

„Við erum ekki bestu dansararnir en þegar við fáum boltann við fæturna ... Skemmti mér með Shaqueel Van Persie í garðinum. Passið ykkur og farið varlega öll,“ skrifaði Robin van Persie.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.