Fótbolti

Vilja fá Ighalo til baka áður en enska úrvalsdeildin klárast

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Manchester United v Club Brugge - UEFA Europa League Round of 32: Second Leg MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 27: Odion Ighalo of Man Utd celebrates after scoring their 2nd goal during the UEFA Europa League round of 32 second leg match between Manchester United and Club Brugge at Old Trafford on February 27, 2020 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images)
Manchester United v Club Brugge - UEFA Europa League Round of 32: Second Leg MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 27: Odion Ighalo of Man Utd celebrates after scoring their 2nd goal during the UEFA Europa League round of 32 second leg match between Manchester United and Club Brugge at Old Trafford on February 27, 2020 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images)

Óvíst er hvar nígeríski framherjinn Odion Ighalo mun næst leika fótbolta en hann var lánsmaður hjá Man Utd þegar allt íþróttastarf heimsins lagðist í dvala vegna kórónuveirunnar. 

Ighalo er samningsbundinn kínverska úrvalsdeildarfélaginu Shanghai Shenhua og vilja forráðamenn félagsins að hann hefji leiktíðina með félaginu en stefnt er að því að hefja keppni í Kína í júlí.

Ef enska úrvalsdeildin fer aftur af stað er ljóst að henni verður ekki lokið á þeim tímapunkti en Ighalo þótti standa sig vel í þeim átta leikjum sem hann spilaði fyrir Man Utd og er talið að enska félagið muni leggja mikla áherslu á að njóta krafta kappans til loka tímabilsins.

Talið er að fleiri ensk úrvalsdeildarlið renni hýru auga til Ighalo. Er talið að Newcastle muni leggja fram kauptilbið til Shanghai, fari svo að eigendaskiptin á St.James´ Park gangi í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×