Giggs: Ákveðnir leikmenn fengu aldrei hárblásarann frá Ferguson Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 19:30 Gullárgangur Manchester United fékk enga sérmeðferð hjá Sir Alex. Mynd/Gettyimages Manchester United goðsögnin Ryan Giggs er sá leikmaður sem spilaði flesta leiki undir stjórn hins sigursæla Sir Alex Ferguson hjá enska stórveldinu og saman unnu þeir til fjölda verðlauna í 27 ára stjóratíð Ferguson. Ferguson tók við Man Utd árið 1986 og fjórum árum síðar spilaði Giggs sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Ferguson þótti harður í horn að taka og hikaði ekki við að láta leikmenn sína heyra það ef honum fannst þeir ekki vera að leggja sitt af mörkum. Eru mörg dæmi um leikmenn sem fengu eldræðu frá Ferguson yfir sig og hafa þeir lýst því sem þeir hafi lent fyrir hárblásara. Giggs segir fjóra leikmenn hafa fengið sérmeðferð hjá Skotanum og allir áttu þeir eitt sameiginlegt. „Það giltu önnur lögmál um nokkra leikmenn. Þeir fengu meiri slaka. Cantona var einn af þeim auk Bryan Robson. Hinir voru Roy Keane og Cristiano Ronaldo. Þessir leikmenn gátu unnið leiki fyrir okkur upp á eigin spýtur og Ferguson gerði sér grein fyrir því.“ segir Giggs í viðtali við beIN Sports. „Eric átti það til að hreyfast varla á vellinum og við spurðum sjálfa okkur að því hvers vegna Ferguson myndi líða það og héldum að stjórinn myndi hjóla í hann. En það gerðist ekki. Svo tók Eric sig til og vann nokkra leiki í röð fyrir okkur og við skildum afhverju,“ segir Giggs. Giggs hefur sjálfur verið að hasla sér völl sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2014 en hann er nú starfandi landsliðsþjálfari Wales. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Manchester United goðsögnin Ryan Giggs er sá leikmaður sem spilaði flesta leiki undir stjórn hins sigursæla Sir Alex Ferguson hjá enska stórveldinu og saman unnu þeir til fjölda verðlauna í 27 ára stjóratíð Ferguson. Ferguson tók við Man Utd árið 1986 og fjórum árum síðar spilaði Giggs sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Ferguson þótti harður í horn að taka og hikaði ekki við að láta leikmenn sína heyra það ef honum fannst þeir ekki vera að leggja sitt af mörkum. Eru mörg dæmi um leikmenn sem fengu eldræðu frá Ferguson yfir sig og hafa þeir lýst því sem þeir hafi lent fyrir hárblásara. Giggs segir fjóra leikmenn hafa fengið sérmeðferð hjá Skotanum og allir áttu þeir eitt sameiginlegt. „Það giltu önnur lögmál um nokkra leikmenn. Þeir fengu meiri slaka. Cantona var einn af þeim auk Bryan Robson. Hinir voru Roy Keane og Cristiano Ronaldo. Þessir leikmenn gátu unnið leiki fyrir okkur upp á eigin spýtur og Ferguson gerði sér grein fyrir því.“ segir Giggs í viðtali við beIN Sports. „Eric átti það til að hreyfast varla á vellinum og við spurðum sjálfa okkur að því hvers vegna Ferguson myndi líða það og héldum að stjórinn myndi hjóla í hann. En það gerðist ekki. Svo tók Eric sig til og vann nokkra leiki í röð fyrir okkur og við skildum afhverju,“ segir Giggs. Giggs hefur sjálfur verið að hasla sér völl sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2014 en hann er nú starfandi landsliðsþjálfari Wales.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki