Birkir: Eiður Smári henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar með Pep Guardiola, Lionel Messi og öllum hinum hjá Barcelona eftir að liðið lenti í Barcelona eftir flugið heim frá Róm í maí 2009. EPA/ALBERTO ESTEVEZ Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira