Fótbolti

Áhorfandi réðst á Neil Lennon stjóra Celtic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ráðist var á Neil Lennon, knattspyrnustjóra Celtic, af áhorfanda í miðjum leik gegn Hearts í skosku úrvalsdeildinni í gær, en atvikið átti sér stað á Tynecastle Stadium, heimavelli Hearts.

Gary Hooper, leikmaður Celtic, var nýbúinn að koma gestunum yfir 2-0 í byrjun síðari hálfleiks þegar trylltur áhorfandi hljóp inn á völlinn og réðst á stjórann. Lögreglan var snögg að bregðast við og var aðdáandinn færðu í járnum af leikvanginum.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliðið Hearst í gær og lék allan tímann.

Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram: „Það mun fara fram rannsókn á málinu. Hearts er klúbbur sem er stoltur af knattspyrnusögu félagsins en svona atvik eiga ekki heima í þeirri sögu. Við munum veita lögreglunni fullann stuðning í málinu".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×