Enski boltinn

Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard

Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin.

Gerrard verður líklega í byrjunarliði Liverpool í fyrsta skipti í hálft ár á morgun þegar Liverpool mætir Englandsmeisturum Man. Utd.

Gerrard er orðinn 31 árs og er samningsbundinn Liverpool til ársins 2013.

"Ég á enga kristalskúlu og veit ekki hversu mikið Gerrard á eftir sem knattspyrnumaður. Það skýrist betur eftir að hann kemst aftur í gang," sagði Dalglish.

"Hann og Carragher eru frábærar fyrirmyndir í félaginu. Það geta allir litið upp til þeirra og þeir skila sínu til félagsins hvort sem þeir eru að spila eða ekki.

"Aldur skiptir annars ekki máli. Fólk er misjafnt og knattspyrnumenn endast mislengi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×