Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. október 2011 17:15 Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar. Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar.
Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti