Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. október 2011 17:15 Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar. Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. Í frétt TV2 kom fram að Rosenborg frá Þrándheimi hafi boðið 5 milljónir norskar kr. fyrir Veigar, eða rétt um 100 milljónir ísl. kr. Hann var síðan seldur fyrir 1 milljón nrk. til eða sem nemur 20 milljónum ísl. kr. Í frétt TV2 er talið að Stabæk hafi með þessum gjörningi sparað sér umtalsverðar fjárhæðir því franska félagið Nancy sem Veigar var samningsbundinn um tíma átti að fá 50% af þessari upphæð. Nancy fékk því aðeins um 10 milljónir kr. í stað 50. Þess má geta að franska liðið Nancy keypti Veigar Pál fyrir um 300 milljónir kr. en hann staldraði stutt við í Frakklandi og Stabæk keypti hann á ný fyrir mun lægri upphæð en þeir fengu fyrir framherjann. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Vålerenga keypti upp samning 16 ára leikmanns Stabæk, Herman Stengel, fyrir um 80 milljónir kr. Þessi „flétta“ þykir mjög undarleg og hafa forsvarsmenn Stabæk og Vålerenga lítið viljað tjá sig um málið. Foreldrar Stengel vissu ekki af þessari sölu og samkvæmt reglum í Noregi er bannað að gera slíka samninga án vitundar og samþykkis foreldra. Þessi gjörningur gæti einnig haft áhrif á fjárhag íslenskra liða. Stjarnan sem uppeldisfélag Veigars gæti misst af tekjum vegna sölunnar. Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir að félagið gæti orðið af tekjum sem nema um 3 milljónum kr. Veigar segir í viðtalinu við NRK að hann hafi fyrst heyrt um þessa hluti þegar fréttin á TV2 fór í loftið. „Ég veit ekki hvað er satt í þessu máli. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Stabæk eða Vålerenga um þetta,“ sagði Veigar en norska knattspyrnusambandið ætlar að skoða málið og í versta falli gæti Vålerenga ekki notað Veigar það sem eftir er keppnistímabilsins. „Ég hugsa ekki mikið um þetta, ég var keyptur af Vålerenga og hef í raun ekkert með þetta að gera. Það er bara ein spurning sem ég vil fá svar við. Ég vil fá að heyra hvað er satt í þessu máli, ég vil vita hvert kaupverðið er,“ sagði Veigar.
Tengdar fréttir Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16