Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 12:00 Kýrnar eru vel merktar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskin. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira