Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 12:00 Kýrnar eru vel merktar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskin. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira