Hamren: Sagði við hann að þetta þyrfti að koma frá hjartanu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2018 21:00 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17