Ögmundur mótmælir í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2014 14:06 vísir/pjetur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, mótmælti í annað sinn gjaldtökunni við Geysi í Haukadal í dag. Ögmundur gekk inn á svæðið ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína að svæðinu í sama tilgangi. „Talsmaður landeiganda rétti mér miða og sagði að búið væri að borga mig inn. Ég á gjaldfrjálsan aðgang hingað inn eins og allir aðrir og þess vegna var engin þörf á þessum miða,“ segir Ögmundur í samtali við Vísi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan síðasta mánuð og kostar sex hundruð krónur inn. Landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. „Ég mun hringja á lögreglu, verði ég krafinn um gjald.“ Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla. „Fólk verður að standa á sínum lagalega rétti. Þetta er einfaldlega lögleysa sem verður að stöðva.“ Ögmundur boðaði einnig til mótmæla á Geysissvæðinu síðasta sunnudag. Engir gjaldheimtumenn voru þá á svæðinu. Svör landeigenda voru þau að starfsmenn væru á kynningardegi og yrði því frítt á svæðið þann daginn. „Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00 „Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Landeigendur í Kerinu hafa tekið þá stefnu að innheimta skattinn. Ríkisskattstjóri telur augljóst að starfsemin sé virðisaukaskattskyld. 24. mars 2014 07:00
„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“ "Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni. 29. mars 2014 20:45
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27
Boðar mótmæli á Geysissvæðinu „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárplógsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir,“ segir Ögmundur Jónasson um gjaldheimtu við Geysi og í Kerinu. 28. mars 2014 14:06
„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17