Innheimta ekki virðisaukaskatt af aðgangseyri við Geysi Brjánn Jónasson skrifar 24. mars 2014 07:00 Ferðamenn sem vilja skoða Geysi þurfa ekki að greiða virðisaukaskatt. Ríkisskattstjóri telur að innheimta eigi skattinn. Fréttablaðið/GVA Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Ríkisskattstjóri telur engar undanþágur í lögum ná yfir sölu aðgangseyris. Óvissa virðist vera um hvort innheimta beri virðisaukaskatt þegar selt er inn á ferðamannastaði. Í Kerinu, þar sem gjaldheimta hófst í fyrra, hafa landeigendur ákveðið að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyrinum. Landeigendur á Geysissvæðinu ætla ekki að innheimta skattinn. „Þetta er ekki virðisaukaskattskyld þjónusta,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. „Ástæðan er sú að þetta er ekki sérskráð fasteign og ekki hægt að fá hana skráða sem slíka. Þetta er landvarsla, sem er ekki virðisaukaskyld.“ Hann segir að sérfræðingar sem landeigendur fengu til að meta stöðuna hafi ráðlagt þeim að innheimta ekki skatt af aðgangseyrinum. Innheimta 600 króna aðgangseyris hófst fyrir rúmri viku, en fjármálaráðuneytið hefur stefnt landeigendum til að reyna að koma í veg fyrir gjaldheimtuna. „Við sendum líka fyrirspurn til Ríkisskattstjóra fyrir sjö mánuðum síðan, en höfum ekki enn fengið svar frá þeim,“ segir Garðar. „Það er engin lagaleg óvissa frá okkar bæjardyrum séð,“ segir Bjarni Amby Lárusson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að almennt séð eigi að innheimta virðisaukaskatt af allri þjónustu. Á því séu undantekningar í lögunum, en ekki verði séð að nein þeirra eigi við sölu aðgangseyris á ferðamannastöðum. Hann bendir á að samkvæmt lögunum beri þeim sem stundi virðisaukaskattskylda starfsemi að innheimta skatt. Geri þeir það ekki þurfi þeir engu að síður að greiða skattinn. Sektir og fangelsisdómar liggja við því að standa ekki skil á vörslusköttum á borð við virðisaukaskatt. Garðar segir að landeigendur muni fara að lögum. Verði það niðurstaðan að þeir eigi að greiða virðisaukaskatt af aðgangseyrinum verði það gert. En eins og staðan sé núna sé engin ástæða til að innheimta skattinn af seldum miðum á Geysissvæðinu.Ýmsar undanþágur í lögunumTæmandi listi af undanþágum frá lögum um virðisaukaskatt er talinn upp í lögum um skattinn. Listinn er svohljóðandi:Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækningar, tannlækningar og önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta.Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.Íþróttastarfsemi, svo og leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíðalyftum, íþróttamótum, íþróttasýningum og heilsuræktarstofum.Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.]2) Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.Vátryggingarstarfsemi.Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.Happdrætti og getraunastarfsemi.Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi.Þjónusta ferðaskrifstofa.Útfararþjónusta og prestsþjónusta hvers konar. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Landeigendur við Geysi telja sér ekki skylt að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyri inn á svæðið. Ríkisskattstjóri telur engar undanþágur í lögum ná yfir sölu aðgangseyris. Óvissa virðist vera um hvort innheimta beri virðisaukaskatt þegar selt er inn á ferðamannastaði. Í Kerinu, þar sem gjaldheimta hófst í fyrra, hafa landeigendur ákveðið að innheimta virðisaukaskatt af aðgangseyrinum. Landeigendur á Geysissvæðinu ætla ekki að innheimta skattinn. „Þetta er ekki virðisaukaskattskyld þjónusta,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. „Ástæðan er sú að þetta er ekki sérskráð fasteign og ekki hægt að fá hana skráða sem slíka. Þetta er landvarsla, sem er ekki virðisaukaskyld.“ Hann segir að sérfræðingar sem landeigendur fengu til að meta stöðuna hafi ráðlagt þeim að innheimta ekki skatt af aðgangseyrinum. Innheimta 600 króna aðgangseyris hófst fyrir rúmri viku, en fjármálaráðuneytið hefur stefnt landeigendum til að reyna að koma í veg fyrir gjaldheimtuna. „Við sendum líka fyrirspurn til Ríkisskattstjóra fyrir sjö mánuðum síðan, en höfum ekki enn fengið svar frá þeim,“ segir Garðar. „Það er engin lagaleg óvissa frá okkar bæjardyrum séð,“ segir Bjarni Amby Lárusson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að almennt séð eigi að innheimta virðisaukaskatt af allri þjónustu. Á því séu undantekningar í lögunum, en ekki verði séð að nein þeirra eigi við sölu aðgangseyris á ferðamannastöðum. Hann bendir á að samkvæmt lögunum beri þeim sem stundi virðisaukaskattskylda starfsemi að innheimta skatt. Geri þeir það ekki þurfi þeir engu að síður að greiða skattinn. Sektir og fangelsisdómar liggja við því að standa ekki skil á vörslusköttum á borð við virðisaukaskatt. Garðar segir að landeigendur muni fara að lögum. Verði það niðurstaðan að þeir eigi að greiða virðisaukaskatt af aðgangseyrinum verði það gert. En eins og staðan sé núna sé engin ástæða til að innheimta skattinn af seldum miðum á Geysissvæðinu.Ýmsar undanþágur í lögunumTæmandi listi af undanþágum frá lögum um virðisaukaskatt er talinn upp í lögum um skattinn. Listinn er svohljóðandi:Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækningar, tannlækningar og önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta.Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, íslenskum kvikmyndum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.Íþróttastarfsemi, svo og leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíðalyftum, íþróttamótum, íþróttasýningum og heilsuræktarstofum.Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.]2) Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.Vátryggingarstarfsemi.Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.Happdrætti og getraunastarfsemi.Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi.Þjónusta ferðaskrifstofa.Útfararþjónusta og prestsþjónusta hvers konar.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira