„Við eigum þetta allt“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2014 19:49 Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira