„Við eigum þetta allt“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2014 19:49 Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira