„Við eigum þetta allt“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2014 19:49 Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira