Boðar mótmæli á Geysissvæðinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. mars 2014 14:06 Vísir/Pjetur Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna deilir hart á gjaldheimtu á Geysissvæðinu sem hann kallar lögleysu. Hann hvetur fólk til að slást í för með sér á svæðið á sunnudaginn kemur og skoða það án þess að greiða inngangseyrinn. „Ég ætla einfaldlega að mæta á Geysi klukkan hálf tvö á sunnudag og gera sjálfum mér þá ánægju, eina ferðina enn, að horfa á Geysi og Strokk og þetta yndislega hverasvæði sem við eigum öll,“ sagði Ögmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ögmundur ritar harðorða grein í DV í dag þar sem hann undrast aðgerðaleysi yfirvalda í því að stöðva það sem hann kallar ólöglega gjaldtöku á Geysissvæðinu. Hann hvetur almenning til þess að standa á löglegum rétti sínum til þess að skoða íslenskar náttúruperlur. „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárprófsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir. Bæði við Geysi og í Kerinu og fleiri hafa augljóslega fengið vatn í munninn því við Dettifoss, á Suðurlandi og víðar eru slíkir tilburðir uppi,“ segir Ögmundur ósáttur. Hann segir ríkisstjórn ekki hafa tekið nógu vel á málinu. „Ríkið ætlaði reyndar að fá lögbann á þessa rukkun en því var neitað. Ég sakna þess að fjölmiðlar fari í saumana á því hvers vegna því hafi verið neitað. Ég veit ekki beutr en að ekki sé hægt að neita slíku lögbanni nema formgalli sé á því,“ segir Ögmundur sem ætlar að mæta galvaskur á hverasvæðið í Haukadal á sunnudaginn. „Ríkisskattstjóri er farinn að tala um að skattleggja þetta athæfi sem ég hef einfaldlega skilgreint sem þjófnað.“ Tengdar fréttir Viðskiptavinir hvattir til að sniðganga verslun við Geysi Landeigendafélag Geysis segir ferðaþjónustuaðila, sem séu ósáttir við gjaldtöku, breyti jafnvel áætlunum til að koma í veg fyrir viðskipti. 21. mars 2014 16:39 Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32 Náttúrupassi það sem koma skal Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa. 25. mars 2014 18:20 Umhverfisvænt að rukka Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í. 21. mars 2014 07:00 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna deilir hart á gjaldheimtu á Geysissvæðinu sem hann kallar lögleysu. Hann hvetur fólk til að slást í för með sér á svæðið á sunnudaginn kemur og skoða það án þess að greiða inngangseyrinn. „Ég ætla einfaldlega að mæta á Geysi klukkan hálf tvö á sunnudag og gera sjálfum mér þá ánægju, eina ferðina enn, að horfa á Geysi og Strokk og þetta yndislega hverasvæði sem við eigum öll,“ sagði Ögmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ögmundur ritar harðorða grein í DV í dag þar sem hann undrast aðgerðaleysi yfirvalda í því að stöðva það sem hann kallar ólöglega gjaldtöku á Geysissvæðinu. Hann hvetur almenning til þess að standa á löglegum rétti sínum til þess að skoða íslenskar náttúruperlur. „Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárprófsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir. Bæði við Geysi og í Kerinu og fleiri hafa augljóslega fengið vatn í munninn því við Dettifoss, á Suðurlandi og víðar eru slíkir tilburðir uppi,“ segir Ögmundur ósáttur. Hann segir ríkisstjórn ekki hafa tekið nógu vel á málinu. „Ríkið ætlaði reyndar að fá lögbann á þessa rukkun en því var neitað. Ég sakna þess að fjölmiðlar fari í saumana á því hvers vegna því hafi verið neitað. Ég veit ekki beutr en að ekki sé hægt að neita slíku lögbanni nema formgalli sé á því,“ segir Ögmundur sem ætlar að mæta galvaskur á hverasvæðið í Haukadal á sunnudaginn. „Ríkisskattstjóri er farinn að tala um að skattleggja þetta athæfi sem ég hef einfaldlega skilgreint sem þjófnað.“
Tengdar fréttir Viðskiptavinir hvattir til að sniðganga verslun við Geysi Landeigendafélag Geysis segir ferðaþjónustuaðila, sem séu ósáttir við gjaldtöku, breyti jafnvel áætlunum til að koma í veg fyrir viðskipti. 21. mars 2014 16:39 Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32 Náttúrupassi það sem koma skal Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa. 25. mars 2014 18:20 Umhverfisvænt að rukka Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í. 21. mars 2014 07:00 „Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Viðskiptavinir hvattir til að sniðganga verslun við Geysi Landeigendafélag Geysis segir ferðaþjónustuaðila, sem séu ósáttir við gjaldtöku, breyti jafnvel áætlunum til að koma í veg fyrir viðskipti. 21. mars 2014 16:39
Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32
Náttúrupassi það sem koma skal Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa. 25. mars 2014 18:20
Umhverfisvænt að rukka Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í. 21. mars 2014 07:00
„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“ Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu. 24. mars 2014 10:17