WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2020 08:08 Fólk keppist við að kaupa hlífðarbúnað í Indónesíu. AP/Dita Alangkara Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. Sömuleiðis varar stofnunin við því að verð slíks búnaðar muni hækka verulega. Því kalla forsvarsmenn WHO eftir því að fyrirtæki og ríkisstjórnir sjái um að framleiðsla hlífðarbúnaðar verði aukin um 40 prósent. Þannig sé hægt að koma til móts við þann skort sem er að myndast og tryggja birgðakeðjur. Um er að ræða grímur, hanska, gleraugu, andlitsskyldi, svuntur, sloppa og slíkt. „Alvarleg og aukin röskun á framboði hlífðarbúnaðar, sem komin er til vegna aukinnar eftirsóknar, óðakaupa, söfnunar og misnotkunar, ógnar lífum vegna nýju kórónuveirunnar og annarra smitsjúkdóma,“ segir í yfirlýsingu frá WHO sem birt var í gær. Þar segir að heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á búnað sem þennan til að forðast það að smitast og smita aðra. „Án öruggra birgðakeðja er ógnin gagnvart heilbrigðisstarfsfólki raunveruleg. Fyrirtæki og ríkisstjórnir verða að bregðast fljótt við og auka birgðir og flutning og í senn stöðva vangaveltur og söfnun. Við getum ekki stöðvað Covid-19 án þess að vernda heilbrigðisstarfsfólk fyrst,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, í tilkynningunni. Verð á skurðgrímum hefur sexfaldast frá upphafi faraldursins og svipaða sögu er að segja af öðrum búnaði. Healthcare workers rely on personal protective equipment to protect themselves and their patients from being infected and infecting others.Shortages are leaving doctors, nurses and other frontline workers dangerously ill-equipped to care for #COVID19 patients#coronavirus pic.twitter.com/zrYhEK5xRQ— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 3, 2020 Wuhan-veiran Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. Sömuleiðis varar stofnunin við því að verð slíks búnaðar muni hækka verulega. Því kalla forsvarsmenn WHO eftir því að fyrirtæki og ríkisstjórnir sjái um að framleiðsla hlífðarbúnaðar verði aukin um 40 prósent. Þannig sé hægt að koma til móts við þann skort sem er að myndast og tryggja birgðakeðjur. Um er að ræða grímur, hanska, gleraugu, andlitsskyldi, svuntur, sloppa og slíkt. „Alvarleg og aukin röskun á framboði hlífðarbúnaðar, sem komin er til vegna aukinnar eftirsóknar, óðakaupa, söfnunar og misnotkunar, ógnar lífum vegna nýju kórónuveirunnar og annarra smitsjúkdóma,“ segir í yfirlýsingu frá WHO sem birt var í gær. Þar segir að heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á búnað sem þennan til að forðast það að smitast og smita aðra. „Án öruggra birgðakeðja er ógnin gagnvart heilbrigðisstarfsfólki raunveruleg. Fyrirtæki og ríkisstjórnir verða að bregðast fljótt við og auka birgðir og flutning og í senn stöðva vangaveltur og söfnun. Við getum ekki stöðvað Covid-19 án þess að vernda heilbrigðisstarfsfólk fyrst,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, í tilkynningunni. Verð á skurðgrímum hefur sexfaldast frá upphafi faraldursins og svipaða sögu er að segja af öðrum búnaði. Healthcare workers rely on personal protective equipment to protect themselves and their patients from being infected and infecting others.Shortages are leaving doctors, nurses and other frontline workers dangerously ill-equipped to care for #COVID19 patients#coronavirus pic.twitter.com/zrYhEK5xRQ— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 3, 2020
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54
Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39