Erlent

WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk keppist við að kaupa hlífðarbúnað í Indónesíu.
Fólk keppist við að kaupa hlífðarbúnað í Indónesíu. AP/Dita Alangkara

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. Sömuleiðis varar stofnunin við því að verð slíks búnaðar muni hækka verulega. Því kalla forsvarsmenn WHO eftir því að fyrirtæki og ríkisstjórnir sjái um að framleiðsla hlífðarbúnaðar verði aukin um 40 prósent.

Þannig sé hægt að koma til móts við þann skort sem er að myndast og tryggja birgðakeðjur.

Um er að ræða grímur, hanska, gleraugu, andlitsskyldi, svuntur, sloppa og slíkt.

„Alvarleg og aukin röskun á framboði hlífðarbúnaðar, sem komin er til vegna aukinnar eftirsóknar, óðakaupa, söfnunar og misnotkunar, ógnar lífum vegna nýju kórónuveirunnar og annarra smitsjúkdóma,“ segir í yfirlýsingu frá WHO sem birt var í gær.

Þar segir að heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á búnað sem þennan til að forðast það að smitast og smita aðra.

„Án öruggra birgðakeðja er ógnin gagnvart heilbrigðisstarfsfólki raunveruleg. Fyrirtæki og ríkisstjórnir verða að bregðast fljótt við og auka birgðir og flutning og í senn stöðva vangaveltur og söfnun. Við getum ekki stöðvað Covid-19 án þess að vernda heilbrigðisstarfsfólk fyrst,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, í tilkynningunni.

Verð á skurðgrímum hefur sexfaldast frá upphafi faraldursins og svipaða sögu er að segja af öðrum búnaði.


Tengdar fréttir

Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni

Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð.

Stað­fest smit nú sex­tán talsins

Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi.

Telur ekki langt í að smit komi upp innan­lands

"Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×