WHO varar við skorti á hlífðarbúnaði Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2020 08:08 Fólk keppist við að kaupa hlífðarbúnað í Indónesíu. AP/Dita Alangkara Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. Sömuleiðis varar stofnunin við því að verð slíks búnaðar muni hækka verulega. Því kalla forsvarsmenn WHO eftir því að fyrirtæki og ríkisstjórnir sjái um að framleiðsla hlífðarbúnaðar verði aukin um 40 prósent. Þannig sé hægt að koma til móts við þann skort sem er að myndast og tryggja birgðakeðjur. Um er að ræða grímur, hanska, gleraugu, andlitsskyldi, svuntur, sloppa og slíkt. „Alvarleg og aukin röskun á framboði hlífðarbúnaðar, sem komin er til vegna aukinnar eftirsóknar, óðakaupa, söfnunar og misnotkunar, ógnar lífum vegna nýju kórónuveirunnar og annarra smitsjúkdóma,“ segir í yfirlýsingu frá WHO sem birt var í gær. Þar segir að heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á búnað sem þennan til að forðast það að smitast og smita aðra. „Án öruggra birgðakeðja er ógnin gagnvart heilbrigðisstarfsfólki raunveruleg. Fyrirtæki og ríkisstjórnir verða að bregðast fljótt við og auka birgðir og flutning og í senn stöðva vangaveltur og söfnun. Við getum ekki stöðvað Covid-19 án þess að vernda heilbrigðisstarfsfólk fyrst,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, í tilkynningunni. Verð á skurðgrímum hefur sexfaldast frá upphafi faraldursins og svipaða sögu er að segja af öðrum búnaði. Healthcare workers rely on personal protective equipment to protect themselves and their patients from being infected and infecting others.Shortages are leaving doctors, nurses and other frontline workers dangerously ill-equipped to care for #COVID19 patients#coronavirus pic.twitter.com/zrYhEK5xRQ— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 3, 2020 Wuhan-veiran Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í gær við skorti á hlífðarbúnaði vegna Covid-19 faraldursins. Sömuleiðis varar stofnunin við því að verð slíks búnaðar muni hækka verulega. Því kalla forsvarsmenn WHO eftir því að fyrirtæki og ríkisstjórnir sjái um að framleiðsla hlífðarbúnaðar verði aukin um 40 prósent. Þannig sé hægt að koma til móts við þann skort sem er að myndast og tryggja birgðakeðjur. Um er að ræða grímur, hanska, gleraugu, andlitsskyldi, svuntur, sloppa og slíkt. „Alvarleg og aukin röskun á framboði hlífðarbúnaðar, sem komin er til vegna aukinnar eftirsóknar, óðakaupa, söfnunar og misnotkunar, ógnar lífum vegna nýju kórónuveirunnar og annarra smitsjúkdóma,“ segir í yfirlýsingu frá WHO sem birt var í gær. Þar segir að heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á búnað sem þennan til að forðast það að smitast og smita aðra. „Án öruggra birgðakeðja er ógnin gagnvart heilbrigðisstarfsfólki raunveruleg. Fyrirtæki og ríkisstjórnir verða að bregðast fljótt við og auka birgðir og flutning og í senn stöðva vangaveltur og söfnun. Við getum ekki stöðvað Covid-19 án þess að vernda heilbrigðisstarfsfólk fyrst,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, í tilkynningunni. Verð á skurðgrímum hefur sexfaldast frá upphafi faraldursins og svipaða sögu er að segja af öðrum búnaði. Healthcare workers rely on personal protective equipment to protect themselves and their patients from being infected and infecting others.Shortages are leaving doctors, nurses and other frontline workers dangerously ill-equipped to care for #COVID19 patients#coronavirus pic.twitter.com/zrYhEK5xRQ— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 3, 2020
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54 Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Staðfest smit nú sextán talsins Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi. 4. mars 2020 06:54
Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands "Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. 3. mars 2020 20:39