Telur ekki langt í að smit komi upp innanlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:39 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir síðustu daga hafa verið eins og vikur hjá stýrihópi stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm „Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm ný kórónuveirusmit voru staðfest hér á landi í dag og er tala smitaðra því komin upp í fjórtán manns. Sjö þeirra fjórtán smituðu komu til landsins með sama fluginu frá Munchen í Þýskalandi en öll höfðu þau verið í fríi á Norður-Ítalíu þar sem talið er að þau hafi smitast. Víðir segir það hafa komið nokkuð á óvart að svo margir hinna smituðu hefðu komið til landsins með öðru flugi en beinu frá Ítalíu, enda hafi það upphaflega verið sú leið til landsins sem ráðstafað var í kring um.Sjá einnig: Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Þá er talið nokkuð ljóst að allir hinna smituðu hafi smitast af veirunni erlendis og voru átta þeirra á sama hótelinu í Selva á Ítalíu. Þar hafði tíu manna hópur verið í skíðaferð en ekki eru staðfest smit hjá hinum tveimur Íslendingum sem voru á sama hóteli. Einhver tengsl eru innan hópsins, hluti hópsins voru ferðafélagar og einhver fjölskyldutengsl eru einnig til staðar. Fleiri sýni greind hér á landi en annars staðar Víðir segir það hafa komið nokkuð á óvart hve hratt atburðarrásin hafi undið upp á sig hér á landi. „Okkur fannst þetta vera hratt af því að við vorum að miða okkur við önnur lönd en svo sjáum við það að við erum að taka fleiri sýni en margar þjóðir eru að gera og þar af leiðandi er kannski eðlilegt að við náum að greina fleiri.“ Smitrannsóknarteymi hefur unnið hörðum höndum að því að rekja allar mögulegar smitleiðir einstaklinganna sem greinst hafa með veiruna og hafa ferðir þeirra verið raktar og einstaklingar sem komust í tengsl við þá verið settir í einangrun. „Það er búin að vera rosalega mikil vinna en það er að minnsta kosti að skila okkur í því að við erum að koma þessu fólki í einangrun heima hjá sér sem er smitandi.“ Allir hinna smituðu eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru nú í sóttkví. Víðir telur nokkuð ljóst að til þess komi að smit komi upp innanlands og segir hann líklega ekki langt í það. „Við reiknum bara með því í okkar áætlunum að það gerist og það er örugglega ekkert langt í það. Það er bara hluti af því að fást við svona faraldur sem er veira sem við höfum ekkert mótefni gegn í líkamanum og líkaminn ekki með neinar varnir við.“ „Þetta smitast og þetta mun smitast innanlands, það er bara hluti af okkar áætlunum. Markmiðið okkar er til að byrja með að tefja þann tíma eins mikið og við getum og síðan þegar hún fer að smitast innanlands að draga úr útbreiðslunni eins mikið og við getum og þar af leiðandi með það markmið að verja heilbrigðiskerfið okkar fyrir álaginu,“ segir Víðir. Samkomubann á dagskrá yfirvalda Þá hefur samkomubann verið rætt hjá stýrihópi sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra. Víðir segist þó ekki gera ráð fyrir að gripið verði til þesskonar aðgerða nema smit komi upp innanlands. „Fyrstu forsendurnar fyrir slíku er útbreiðsla innanlands og ég á ekki von á því að gripið verði til samkomubanns fyrr en við erum með slíkt staðfest og við teljum að það muni skila árangri að minnka samneyti fólks.“ „Við munum kannski beina tilmælum til einhverra sérstakra að vera ekki á ferli en þetta verður bara að metast og þetta verður hluti af okkar stöðuga endurmati. Við verðum bara að fá að fara þannig í gegn um hlutina.“Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Hann segir mikið álag hafa verið á þeim hópi sem vinni að verkefninu og síðustu dagar hafi verið eins og vikur vegna þess hve langir dagarnir hafa verið. Nú hafi mannskapurinn verið sendur heim til hvíldar. „Þó það séu í heildina margir að vinna að þessu verkefni þá eru ákveðin verkefni sem við erum ekki með stóran hóp í, t.d. þetta smitrakningateymi okkar. Við erum búin að senda þau heim í hvíld núna og við köllum þau ekki út nema rík ástæða sé til.“ „Þetta eru búnir að vera langir dagar síðan á föstudag og í sjálfu sér fyrir mjög marga bara marar vikur, dagarnir eru það langir. Það er mikilvægt að við komum okkar lykilmannskap í hvíld svo menn fái svefn og fái að hitta fólkið sitt og safna orku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Svona var fjórði upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 14 vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 13:16 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm ný kórónuveirusmit voru staðfest hér á landi í dag og er tala smitaðra því komin upp í fjórtán manns. Sjö þeirra fjórtán smituðu komu til landsins með sama fluginu frá Munchen í Þýskalandi en öll höfðu þau verið í fríi á Norður-Ítalíu þar sem talið er að þau hafi smitast. Víðir segir það hafa komið nokkuð á óvart að svo margir hinna smituðu hefðu komið til landsins með öðru flugi en beinu frá Ítalíu, enda hafi það upphaflega verið sú leið til landsins sem ráðstafað var í kring um.Sjá einnig: Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Þá er talið nokkuð ljóst að allir hinna smituðu hafi smitast af veirunni erlendis og voru átta þeirra á sama hótelinu í Selva á Ítalíu. Þar hafði tíu manna hópur verið í skíðaferð en ekki eru staðfest smit hjá hinum tveimur Íslendingum sem voru á sama hóteli. Einhver tengsl eru innan hópsins, hluti hópsins voru ferðafélagar og einhver fjölskyldutengsl eru einnig til staðar. Fleiri sýni greind hér á landi en annars staðar Víðir segir það hafa komið nokkuð á óvart hve hratt atburðarrásin hafi undið upp á sig hér á landi. „Okkur fannst þetta vera hratt af því að við vorum að miða okkur við önnur lönd en svo sjáum við það að við erum að taka fleiri sýni en margar þjóðir eru að gera og þar af leiðandi er kannski eðlilegt að við náum að greina fleiri.“ Smitrannsóknarteymi hefur unnið hörðum höndum að því að rekja allar mögulegar smitleiðir einstaklinganna sem greinst hafa með veiruna og hafa ferðir þeirra verið raktar og einstaklingar sem komust í tengsl við þá verið settir í einangrun. „Það er búin að vera rosalega mikil vinna en það er að minnsta kosti að skila okkur í því að við erum að koma þessu fólki í einangrun heima hjá sér sem er smitandi.“ Allir hinna smituðu eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og eru nú í sóttkví. Víðir telur nokkuð ljóst að til þess komi að smit komi upp innanlands og segir hann líklega ekki langt í það. „Við reiknum bara með því í okkar áætlunum að það gerist og það er örugglega ekkert langt í það. Það er bara hluti af því að fást við svona faraldur sem er veira sem við höfum ekkert mótefni gegn í líkamanum og líkaminn ekki með neinar varnir við.“ „Þetta smitast og þetta mun smitast innanlands, það er bara hluti af okkar áætlunum. Markmiðið okkar er til að byrja með að tefja þann tíma eins mikið og við getum og síðan þegar hún fer að smitast innanlands að draga úr útbreiðslunni eins mikið og við getum og þar af leiðandi með það markmið að verja heilbrigðiskerfið okkar fyrir álaginu,“ segir Víðir. Samkomubann á dagskrá yfirvalda Þá hefur samkomubann verið rætt hjá stýrihópi sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra. Víðir segist þó ekki gera ráð fyrir að gripið verði til þesskonar aðgerða nema smit komi upp innanlands. „Fyrstu forsendurnar fyrir slíku er útbreiðsla innanlands og ég á ekki von á því að gripið verði til samkomubanns fyrr en við erum með slíkt staðfest og við teljum að það muni skila árangri að minnka samneyti fólks.“ „Við munum kannski beina tilmælum til einhverra sérstakra að vera ekki á ferli en þetta verður bara að metast og þetta verður hluti af okkar stöðuga endurmati. Við verðum bara að fá að fara þannig í gegn um hlutina.“Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Hann segir mikið álag hafa verið á þeim hópi sem vinni að verkefninu og síðustu dagar hafi verið eins og vikur vegna þess hve langir dagarnir hafa verið. Nú hafi mannskapurinn verið sendur heim til hvíldar. „Þó það séu í heildina margir að vinna að þessu verkefni þá eru ákveðin verkefni sem við erum ekki með stóran hóp í, t.d. þetta smitrakningateymi okkar. Við erum búin að senda þau heim í hvíld núna og við köllum þau ekki út nema rík ástæða sé til.“ „Þetta eru búnir að vera langir dagar síðan á föstudag og í sjálfu sér fyrir mjög marga bara marar vikur, dagarnir eru það langir. Það er mikilvægt að við komum okkar lykilmannskap í hvíld svo menn fái svefn og fái að hitta fólkið sitt og safna orku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Svona var fjórði upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 14 vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 13:16 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Svona var fjórði upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 14 vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 13:16
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05