Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 10:53 Val Mendeleev, aðalforstjóri Stolichnaya Vodka. Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gífurlegir viðskiptahagsmunir eru í húfi ef hinsegin samfélagið ákveður að sniðganga vörur fyrirtækisins. Stundum er talað um áhrif bleika dollarans, pundsins og svo framvegis og er þá átt við áhrifamátt eyðslu hinsegin fólks sem er oft annars konar en gengur og gerist. Hinsegin samfélagið er mjög alþjóðlega tengt og notar veraldarvefinn mikið. Mörg fyrirtæki hafa farið flatt á að fara gegn hinsegin samfélaginu og féll sala Heineken í Bretlandi til að mynda fyrir nokkrum árum um allt að 10 prósent þegar fyrirtækið ákvað að segja upp kostunarsamningum við hinsegin hátíðir þar í landi og þúsundir bara hentu Heineken bjórnum út. Nú hefur Val Mendeleev aðalforstjóri Stolichnaya Vodka skrifað hinsegin samfélaginu opið bréf þar sem hann segir fyrirtækið algerlega mótfallið nýlegri lagasetningu í Rússlandi sem takmarkar mannréttindi hinsegin fólks. Ástæðan er sú að nú er hvatt til þess í hinsegin samfélaginu að fólk sniðgangi rússneskar vörur.Aðalforstjórinn minnir réttilega á öflugan stuðning fyrirtækisins við hinsegin hátíðir víðs vegar um Bandaríkin, Evrópu og Suður Afríku. Það hafi meðal annars kostað gerð heimildarmyndar um líf samkynhneigðra í Bandaríkjunum árið 2006. Fyrirtækið muni áfram styðja við hinsegin samfélagið. Þá ítrekar forstjórinn andstöðu sína við stefnu rússneskra stjórnvalda og sver af sér öll eignatengsl fyrirtækisins við rússnesk stjórnvöld. Þau eigi ekkert í fyrirtækinu, sem sé í einkaeign og rekið frá höfuðstöðvum þess í Luxemburg, þótt megin hráefni vodkans, eins og rúgur og hreinn vínandi komi frá Rússlandi og Lettlandi. Forstjórinn lýsir því yfir að Stolichnaya styðji algerlega baráttu hinsegin samfélagsins gegn fordómum í Rússlandi. Áhrifamikill bloggari í hinsegin samfélaginu segir bréfið ágætt út af fyrir sig, en forstjórinn ætti að senda Vladimir Putin forseta Rússlands persónulega sams konar bréf, meini hann eitthvað með yfirlýsingum sínum. Þangað til hann geri það haldi hinsegin samfélagið áfram að sniðganga rússneskar vörur. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gífurlegir viðskiptahagsmunir eru í húfi ef hinsegin samfélagið ákveður að sniðganga vörur fyrirtækisins. Stundum er talað um áhrif bleika dollarans, pundsins og svo framvegis og er þá átt við áhrifamátt eyðslu hinsegin fólks sem er oft annars konar en gengur og gerist. Hinsegin samfélagið er mjög alþjóðlega tengt og notar veraldarvefinn mikið. Mörg fyrirtæki hafa farið flatt á að fara gegn hinsegin samfélaginu og féll sala Heineken í Bretlandi til að mynda fyrir nokkrum árum um allt að 10 prósent þegar fyrirtækið ákvað að segja upp kostunarsamningum við hinsegin hátíðir þar í landi og þúsundir bara hentu Heineken bjórnum út. Nú hefur Val Mendeleev aðalforstjóri Stolichnaya Vodka skrifað hinsegin samfélaginu opið bréf þar sem hann segir fyrirtækið algerlega mótfallið nýlegri lagasetningu í Rússlandi sem takmarkar mannréttindi hinsegin fólks. Ástæðan er sú að nú er hvatt til þess í hinsegin samfélaginu að fólk sniðgangi rússneskar vörur.Aðalforstjórinn minnir réttilega á öflugan stuðning fyrirtækisins við hinsegin hátíðir víðs vegar um Bandaríkin, Evrópu og Suður Afríku. Það hafi meðal annars kostað gerð heimildarmyndar um líf samkynhneigðra í Bandaríkjunum árið 2006. Fyrirtækið muni áfram styðja við hinsegin samfélagið. Þá ítrekar forstjórinn andstöðu sína við stefnu rússneskra stjórnvalda og sver af sér öll eignatengsl fyrirtækisins við rússnesk stjórnvöld. Þau eigi ekkert í fyrirtækinu, sem sé í einkaeign og rekið frá höfuðstöðvum þess í Luxemburg, þótt megin hráefni vodkans, eins og rúgur og hreinn vínandi komi frá Rússlandi og Lettlandi. Forstjórinn lýsir því yfir að Stolichnaya styðji algerlega baráttu hinsegin samfélagsins gegn fordómum í Rússlandi. Áhrifamikill bloggari í hinsegin samfélaginu segir bréfið ágætt út af fyrir sig, en forstjórinn ætti að senda Vladimir Putin forseta Rússlands persónulega sams konar bréf, meini hann eitthvað með yfirlýsingum sínum. Þangað til hann geri það haldi hinsegin samfélagið áfram að sniðganga rússneskar vörur.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira