Tottenham og Bolton unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 22:01 Dimitar Berbatov skoraði fyrra mark Tottenham í Prag. Nordic Photos / Getty Images Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið) Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið)
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira