Sportpakkinn: Belgar skoruðu mest í undankeppninni Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 17:15 Belgar skoruðu grimmt í undankeppni EM 2020. vísir/getty Belgar skoruðu flest mörk í undankeppni EM 2020, eða 40, þremur meira en Englendingar og Ítalir. Belgar lentu undir gegn Kýpur í gærkvöldi, Nicolas Ioannou vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði framhjá Simon Mignolet. Tæpur stundarfjórðungur búinn og óvænt staða á Koning Boudewijnstadion í Brussel. Það tók Belga aðeins tvær mínútur að jafna metin. Kevin De Bruyne sendi fyrir, Christian Benteke náði ekki boltanum, það gerði Yannick Carrasco og Benteke fékk annað tækifæri sem hann nýtti. Þegar tíu mínútur voru til leikhlés skoraði Kevin De Bruyne eftir margs konar vandræði í vörn Kýpurmanna og klaufaskap Neophytos Michael í markinu. Belgar héldu áfram að sækja og De Bruyne skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga. Áður en hálfleiknum lauk var Yannick Carrasco búinn að skora fimmta markið. De Bryune náði boltanum eftir slæma sendingu út úr vörninni, sendi á Eden Hazard sem lagði upp markið. Belgar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik, eftir fínan samleik De Bruyne og Carrasco sendi sá síðarnefndi fyrir og Kypros Christoforou varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Um miðjan seinni hálfleikinn kom sjötta markið. De Bruyne var arkitektinn að fínni skyndisókn sem lauk með marki Christian Benteke, annað mark hans í 6-1 sigri Belga. Árangur þeirra í undankeppninni var glæsilegur. Þeir unnu alla tíu leiki sína með markatölunni 40-3. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Skoruðu fjögur mörk að meðaltali í leik EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Belgar skoruðu flest mörk í undankeppni EM 2020, eða 40, þremur meira en Englendingar og Ítalir. Belgar lentu undir gegn Kýpur í gærkvöldi, Nicolas Ioannou vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði framhjá Simon Mignolet. Tæpur stundarfjórðungur búinn og óvænt staða á Koning Boudewijnstadion í Brussel. Það tók Belga aðeins tvær mínútur að jafna metin. Kevin De Bruyne sendi fyrir, Christian Benteke náði ekki boltanum, það gerði Yannick Carrasco og Benteke fékk annað tækifæri sem hann nýtti. Þegar tíu mínútur voru til leikhlés skoraði Kevin De Bruyne eftir margs konar vandræði í vörn Kýpurmanna og klaufaskap Neophytos Michael í markinu. Belgar héldu áfram að sækja og De Bruyne skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga. Áður en hálfleiknum lauk var Yannick Carrasco búinn að skora fimmta markið. De Bryune náði boltanum eftir slæma sendingu út úr vörninni, sendi á Eden Hazard sem lagði upp markið. Belgar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik, eftir fínan samleik De Bruyne og Carrasco sendi sá síðarnefndi fyrir og Kypros Christoforou varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Um miðjan seinni hálfleikinn kom sjötta markið. De Bruyne var arkitektinn að fínni skyndisókn sem lauk með marki Christian Benteke, annað mark hans í 6-1 sigri Belga. Árangur þeirra í undankeppninni var glæsilegur. Þeir unnu alla tíu leiki sína með markatölunni 40-3. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Skoruðu fjögur mörk að meðaltali í leik
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30