Fótbolti

Tíminn í Ástralíu það skemmtilegasta sem Fanndís hefur upplifað í fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fanndís og Gunnhildur Yrsa í góðum gír á ströndinni í Adelaide.
Fanndís og Gunnhildur Yrsa í góðum gír á ströndinni í Adelaide. twitter/adelaide

Fanndís Friðriksdóttir er opin fyrir því að spila aftur í ástralska boltanum en hún segir það einn skemmtilegasta tíma sinn í fótboltanum.

Fanndís var lánuð til Ástralíu í septembermánuði 2018 en þá gengu hún og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í raðir Adelaide United. Þær léku með liðinu frma í mars. En hvernig kom þetta til?

„Gunnhildur hafði samband við mig og spurði hvort ég vildi koma með og þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ sagði Fanndís.

„Ég elska Ástralíu. Þetta var geðveikt. Ekki bara það að fótboltinn var miklu betri en ég bjóst við heldur að eiga heima í Ástralíu. Það var draumur. Sólin var alltaf og ég er mjög sólarsjúk,“ en henni líkaði afar vel í Ástralíu.

„Það er mjög gott veður þarna, maturinn er góður og fólkið er mjög gott. Það var eiginlega ekkert sem maður gat kvartað yfir nema ég var skíthrædd við þessi dýr sem eiga að vera þarna en ég sá ekki neitt nema krúttlega kóalabirni og kengúrur. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef upplifað í fótbolta.“

Alla umræðuna um Ástralíu tíma Fanndísar má heyra hér að neðan þar sem hún lýsir meðal annars lífinu með Gunnhildi í Ástralíu.

Klippa: Sportið í dag - Fanndís um tímann í Ástralíu

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×