Strákunum boðinn fundur vegna launaskerðingar en stelpurnar lækkaðar án samráðs Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2020 09:45 Arnar Sveinn Geirsson er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira