Chelsea er á leið áfram í Meistaradeild Evrópu eins og staðan er í hálfleik í leikjum kvöldsins. Chelsea er að vinna Cluj 1-0 með marki frá Salomon Kalou þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.
Staðan í leik Panathinaikos og Anorthosis Famagusta er enn markalaus en það er úrslitaleikur um hvort liðið kemst áfram. Jafntefli dugir gríska liðinu.
Danko Lazovic skoraði mark PSV Eindhoven sem komst yfir gegn Liverpool. Ryan Babel jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hér að neðan má sjá hálfleiksstöðuna í leikjum kvöldsins.
A-riðill
Chelsea 0-0 Cluj
Roma 0-0 Bordeaux
B-riðill
Panathinaikos 0-0 Anorthosis Famagusta
Werder Bremen 0-0 Inter Milan
C-riðill
Barcelona 0-1 Shakhtar Donetsk
Basel 0-1 Sporting Lissabon
D-riðill
Marseille 0-0 Atletico Madrid
PSV Eindhoven 1-1 Liverpool