Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 21:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á síðustu leiktíð. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. Það var staðfest fyrr í vikunni að þýski boltinn hefst um næstu helgi en boltinn fer að rúlla 16. maí eftir að hafa verið stopp í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar. Alfreð sagði stöðuna góða er hann ræddi við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Hún er nokkuð góð. Það hafa verið góðar fréttir síðustu daga. Í gær gaf kanslarinn grænt ljós á að spila aftur í síðari hluta mánaðarins og deildin var ekki lengi að grípa til og tilkynnti það að deildin myndi byrja 16. maí. Þetta var svo staðfest á blaðamannafundi í dag,“ sagði Alfreð. Hann er ánægður að hafa verið í Þýskalandi en ekki öðru landi. „Hreinskilnislega líður manni vel að vera í landi þar sem hlutirnir eru undir „control“. Það er mjög gott heilbrigðiskerfi hérna og þegar maður sá þegar þetta var að fara af stað þá eru flest neyðarrúm á spítölunum hérna í Þýskalandi. Þeir voru búnir að gera fullt af ráðstöfunum og voru vel undirbúnir og þess vegna náðu þeir þessu snemma undir „control“ og voru að gera mjög mikið af testum. Fjöldi dauðsfalla var alltaf undir 1% svo þetta var sambærilegt við Ísland.“ Félagar Alfreðs á Spáni og Englandi hafa öfundað hann að vera í Þýskalandi að æfa á meðan þeim er nánast bannað að fara út fyrir hússins dyr. „Maður fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum að við gætum verið að æfa. Við komum klæddir á æfingar, hittumst á vellinum og það var kontakt í lágmarki. Tveggja metra reglan var líka en það var mjög gott að komast út í tvo til þrjá tíma og æfa með liðinu. Við náðum að æfa nokkuð vel en þetta var smá „pre-season“ fílingur.“ „Þegar þetta fer að ílengjast og maður er búinn að gera þetta í fjórar til sex vikur og veist ekki hvenær þú ert að fara spila þá er þetta erfitt andlega að halda sér við efnið en við vorum ekki í sömu stöðu og aðrir. Við æfðum ekki í viku en eftir það höfum verið að æfa í litlum hópum og skref fyrir skref hafa hóparnir verið að stækka. Í þessari viku erum við byrjaðir að æfa eins og venjulega.“ Klippa: Sportið í dag - Alfreð Finnbogason Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira