Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:30 Luis Suarez féll nokkrum sinnum í grasið í leiknum í gær. Getty/Alex Livesey Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira