Erlent

Fjörutíu ár frá síðustu tunglferð mannsins

Eugene A. Cernan heilsar bandaríska fánanum á yfirborði tunglsins.
Eugene A. Cernan heilsar bandaríska fánanum á yfirborði tunglsins. MYND/NASA
Í dag eru fjörtíu ár frá því síðustu tungflauginni, Appolo 17 var skotið á loft frá Kanaveralhöfða í Florida.

Um borð voru geimfararnir Eugene A. Cernan, Ronald Evans og Harrison Schmit. Þremur dögum síðar stigu tveir þeirra fæti á tunglið síðastir manna þar sem þeir voru við rannsóknarstörf í þrjá daga.

Þetta var sjöunda heimsókn manna á tunglið. Afrakstur tunglferðanna var mikill en rannsóknarniðurstöðurnar vörpuðu nýju ljósi á efnasamsetningu tunglsins.

Þar að auki tóku geimfararnir Appolo 17 eina þekktustu ljósmynd veraldar, Blue Marble. Þar sést Jörðin frá sjónarhóli tunglfarans, umkringd bleksvörtu tómarúmi geimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×