Johan Cruyff varnarmannanna er sextugur í dag og fékk kveðju frá öllum hetjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:00 Franco Baresi lyftir bikarnum eftir að AC Milan vann Evrópukeppni meistaraliða á Nývangi 24. maí 1989. Getty/Alessandro Sabattini Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube
Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira