Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:05 Þessa mynd birti Tómas Guðbjartsson, læknir, af sér í gær með mynd af fossinum Drynjanda sem er á því svæði þar sem reisa átti Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar. Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar.
Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira