Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 18:00 Úr þætti gærkvöldsins. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa. Meðal umræðuefna í þætti gærkvöldsins var lið Víkinga og var hugmyndafræði Arnars Gunnlaugssonar meðal annars líkt við Pep Guardiola. Þá tók Máni við boltanum. „Bara svo að það komist til skila þá er Pep Guardiola bara einhver B-hlið af Bielsa. Bara svo að það sé öllum ljóst. Hugmyndafræði fótbolta er nútímafótbolti og Arnar Gunnlaugsson er með algjöra hugmyndafræðina á hreinu; hvernig fótbolta hann ætlar að spila,“ sagði Máni og hélt áfram: „Allir sem hann velur inn í liðið sitt eru engir sleðar. Þetta eru hraðir strákar. Þeir eru teknískir og hann virðist alveg vita hvað hann er að gera plús það að þeir eru frábærir fótboltamenn.“ „Gaurarnir í liðinu eru allir á því að þeir séu of góðir til þess að spila í Pepsi Max-deildinni og þess vegna verður það þannig að þeir verða mjög gíraðir í að vinna einhvern titil, alveg eins og þeir voru með þennan bikartitil. Ég var viss um það að Víkingur myndi vinna þann leik því þeir eru hungraðir að ná árangri. Ég held að þeir eigi eftir að eiga gott mót.“ Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson var einnig gestur þáttarins og hann setti spurningarmerki við þann hugsunarhátt að leikmennirnir héldu að þeir væru of góðir fyrir deildina og hvort að það myndi raunverulega skila þeim í toppbaráttuna. „Gæti það ekki orðið þeim að falli líka ef að meirihlutinn leikmanna finnst þeir of góðir til þess að vera hérna?“ en alla umræðuna um Víkinga má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa. Meðal umræðuefna í þætti gærkvöldsins var lið Víkinga og var hugmyndafræði Arnars Gunnlaugssonar meðal annars líkt við Pep Guardiola. Þá tók Máni við boltanum. „Bara svo að það komist til skila þá er Pep Guardiola bara einhver B-hlið af Bielsa. Bara svo að það sé öllum ljóst. Hugmyndafræði fótbolta er nútímafótbolti og Arnar Gunnlaugsson er með algjöra hugmyndafræðina á hreinu; hvernig fótbolta hann ætlar að spila,“ sagði Máni og hélt áfram: „Allir sem hann velur inn í liðið sitt eru engir sleðar. Þetta eru hraðir strákar. Þeir eru teknískir og hann virðist alveg vita hvað hann er að gera plús það að þeir eru frábærir fótboltamenn.“ „Gaurarnir í liðinu eru allir á því að þeir séu of góðir til þess að spila í Pepsi Max-deildinni og þess vegna verður það þannig að þeir verða mjög gíraðir í að vinna einhvern titil, alveg eins og þeir voru með þennan bikartitil. Ég var viss um það að Víkingur myndi vinna þann leik því þeir eru hungraðir að ná árangri. Ég held að þeir eigi eftir að eiga gott mót.“ Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson var einnig gestur þáttarins og hann setti spurningarmerki við þann hugsunarhátt að leikmennirnir héldu að þeir væru of góðir fyrir deildina og hvort að það myndi raunverulega skila þeim í toppbaráttuna. „Gæti það ekki orðið þeim að falli líka ef að meirihlutinn leikmanna finnst þeir of góðir til þess að vera hérna?“ en alla umræðuna um Víkinga má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira