Fótbolti

Eigendur City að kaupa félag Kolbeins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson spilaði með Blikum áður en hann hélt út í atvinnumennsku.
Kolbeinn Þórðarson spilaði með Blikum áður en hann hélt út í atvinnumennsku. vísir/daníel þór

City Football Group, félagið sem á meðal annars Manchester City, er að ganga frá kaupum á belgíska B-deildarfélaginu Lommel en á mála hjá félaginu er Kolbeinn Þórðarson sem og fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks, Jonathan Hendrickx.

Lommel hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum að undanförnu og skuldar liðið 1,75 milljónir punda. Talið var að það væri að verða gjaldþrota en nú hefur City Football Group stigið inn í og ætlar sér að kaupa félagið sem verður það níunda í eigu félagsins.

Manchester City á Englandi, New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Yohama F Marinos í Japan, Montevideo City Torque í Úrugvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína og Mumbau City á Indlandi eru nú þegar að fullu eða að hluta til í eigu félagsins.

Lommel var í 6. sæti belgísku B-deildarinnar er deildin var blásin af. Stefán Gíslason var stjóri liðsins framan af tímabili en var svo látinn fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×